Nýja Ísland

Ég ákvað að skrifa bara niður róttækar hugmyndir um aðgerðir til að sjá til þess að Íslendingum geti liðið vel í landinu sínu og verið stolltir af sjálfum sér og sínum?

Allt til alls

Á Íslandi er allt til alls. Við höfum mannauð, orku, land, fisk, samgöngur, tækni og sterkar undirstöður í samfélaginu í dag.  Lánum verður skuldbreytt og ríkisstjórnin finnur út úr því.  Við þurfum strax að hefjast handa við að byggja upp sjálfstraustið, verum áfram stolt þjóð og ánægð.  Málið er að sýna ennþá einusinni að íslensk þjóð er snögg að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. 

Núna strax þarf að koma fjármálum heimila og fyrirtækja í landinu í rekstrarvænt horf með lagabreytingu er varða skuldbreytingar lána.  Ríkisstjórnin er þegar að vinna í þessu en aðgerðir hennar og lausnaumræðan tekur ekki ennþá almennilega á skuldum heimila og smærri fyrirtækja í landinu. Þetta þolir enga bið því annars verður verður skjótt landflótti og atvinnuleysi, og slíkt má ekki gerast.

Húsnæðismál

Íbúðaverð mun hríðlækka á næstu mánuðum en afborganir lána og höfuðstóll munu hækka með gengisfellingu krónurnar og verðbólgu sem fer í hæðstu hæðir og enginn veit í raun hversu hátt.

Stór hluti heimila í landinu standa frammi fyrir að höfuðstóll lána fer langt umfram markaðsvirði eigna eða þá að ekki er greiðslugeta fyrir afborgunum lána.  Það gengur ekki að fólk sitji fast í slíku búi.   Eina leiðin fyrir fólk í þessari stöðu í dag er að lýsa yfir gjaldþroti og fara.  

Þegar eru mörg heimili farin í þrot og rétt handan við hornið er flóðbylgja af vanskilum og gjaldþrotum heimila.  Þetta ástand veldur miklum fólksflótta frá landinu svo viðbragða er þörf því annars missum við líka unga fólkið úr landinu í leit að beta lífi.  Það yrði mikill missir af þessu fólki því það tæki með sér atorkuna, skattféð og alla sína þekkingu sem samfélagið er búið að hlúa að undanfarin ár.

Nú þarf ríkisstjórnin að setja lög sem gerir heimilunum kleift að losna úr víti skuldadýpisins og skapa fólki svigrúm til þess að lifa mannsæmandi lífi.  Sýna þarf fram á að það verður áfram gott að búa á Íslandi. 

Ríkið þarf að taka yfir skuldir þessara heimila og fólk þarf á móti að láta eignina frá sér til ríkisins og leigja hana til baka.  Lagabreytingin er í sjálfu sér einföld og ætti að vera hægt að framkvæma hana skjótt og síðan getur fólk ákveðið sjálft hvort og hvenær það skilar eignum sínum inn og fái til baka forleigurétt á ásættanlegu leiguverði.  Nú er nægt húsnæði í boði svo leiguverð ætti að haldast lágt á markaði. 

Leigumarkaðurinn mun rísa og fólk í skuldasúpu getur byrjað upp á nýtt þó svo það sé búið að missa „eignina“ og leigi íbúð staðinn.  Ríkið mun síðan þurfa að gera upp lánin á eigninni eins og önnur lán sem samfélagið þarf að taka á sig frá bönkunum.

Þessi leið er einskonar gjaldþrot án þess að fara á svartan lista og leiðrétting á virði eigna getur gengið hratt yfir.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband