Orkusjálfstæði

Ísland er ríkt af orku.  Við eigum ekki bara að einblína á sölu á hræódýrri orku í miklu magni heldur fá eins mikið virði fyrir hvert kílówatt og auðið er.  Meira fyrir minna!  Ég er ekki að segja að við ættum ekki að virkja meira, heldur að nýta orkuna betur í innviði samfélagsins. Við höfum mörg tækifæri til að minnka olíuþörfina og nota innlenda orkjugjafa í staðinn og spara þannig dýrmætan gjaldeyri fyrir annað.

Stjóriðja ætti ekki að fá eingöngu aðgang að ódýrara rafmagni.  Það þarf að setja upp fleiri afsláttarverðskrár fyrir smærri iðnað líka eins og landbúnað, tölvuver, smærri verksmiðjur, samgöngutæki o.s.fr. 

Matvælaframleiðsla með notkun raforku í gróðurhúsum gæti séð Íslendingum fyrir mestöllu grænmeti allt árið um kring.  Þörf er á að t.d. gróðurhúsabændur fái aðgang að ódýrri raforku þannig að hægt sé að rækta grænmeti á samkeppnishæfu verði á við innfluttar vörur án þess að setja hér upp verndartolla. 

Mikill styrkur fellst í því fyrir þjóðina að geta boðið uppá ódýra innlenda orku og að vera sem minnst háð innflutri orku sem sveiflast í verði eftir pólitík og eftirspurn hvers tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband