Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Snilldarbragð hjá Framsókn

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru Jóhanna og Steingrímur eina fólkið á þingi sem allir treysta til að takast á við spillt kerfi og hreinsa til.  Allir aðrir hafa sérhagsmuna að gæta í núverandi kerfi. Eða hvað? 

Þegar Framsókn tilkynnti að þeir vildu ekki vera með í ríkisstjórn varð ég fyrst fyrir vonbrigðum með nýju framsveit þeirra sem virtist vera vonarglæta í.  En nú skil ég að þetta var snilldarbragð til að koma að mótun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms án þess að taka beinan þátt.  Framsókn með sína fáu þingmenn ná með þessu að skipa ríkisstjórninni að koma á stjórnlagaþingi strax til að breyta stjórnarskránni.  Svo fær Framsókn kredit fyrir allt saman þótt þeir taki ekki beinan þátt! 

Þjóðin er ekki alveg tilbúin að treysta Framsókn strax aftur, þrátt fyrir nýja framsveit,  því þeir voru jú fylgifiskur Sjálfstæðismanna í mörg herrans ár. Núna standa þeir á hliðarlínunni og koma svo sterkir inn í kosningaslaginn með stjórnarskrárbreytingar í rassvasanum og inní þarnæstu ríkisstjórn.  Ég vona bara að gamla mafían í Framsókn sé útdauð en það er aldrei að vita nema þeir spretti upp aftur.  En allavga verður búið að breyta stjórnskipan þá. 

Það má búast við því að margir ósáttir Samfylkingarmenn muni kjósa Framsókn fyrir vikið.  


 

 


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulífið

Atvinnustarfsemi í landinu þarf að koma til hjálpar með það að markmiði að sjá til þess að rekstrarvæn fyrirtæki hafi grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri. 

Hér þarf ríkið líka að koma til og bjarga þeim fyrirtækjum sem eru með rekstur sem „vit er í“. Meta þarf rekstur og skuldir hvers fyrirtækis fyrir sig áður en það fer í þrot og upplausn.  Ef vit er í rekstrinum þarf þarf að skuldbreytta lánum þannig að hann geti haldið áfram og eigendur haldið fyrirtækjunum sínum þó svo að þeir fái ekki neitt fyrir hlutabréfin eins og staðan er í dag. 

Þetta er flókið mál en leysanlegt með góðum mannskap. Sum fyrirtæki þurfa einfaldlega að fara í þrot því ekki er lengur grundvöllur fyrir rekstrinum.  Það þarf að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem eru að fara í þrot en eru með góðan rekstur þ.e.a.s. rekstur sem skapar atvinnu og tekjur fyrir þjóðarbúið með litlum hlutfallslegum tilkostnaði.  Þetta á bæði við um þjónustufyrirtæki og framleiðslufyrirtæki.

Það er fyrirséð að atvinnuleysi mun aukast en það er forgangsverkefni að byggja upp atvinnuskapandi rekstur og nýta hugarorku fólks.  Það eru til fleiri leiðir til að skapa atvinnu en byggja ríkisverksmiðjur og þessháttar eins og við höfðum reynslu af þegar gömlu bæjarútgerðirnar voru við lýði.  Það má skapa grundvöll fyrir ýmis sprotafyrirtæki og tryggja eignarétt einstaklinga til öflugra fyrirtækja sem spjara sig sjálf án þess að samfélgaið þurfi að fara í gríðarlegan stofnkostnað.

Orkusjálfstæði

Ísland er ríkt af orku.  Við eigum ekki bara að einblína á sölu á hræódýrri orku í miklu magni heldur fá eins mikið virði fyrir hvert kílówatt og auðið er.  Meira fyrir minna!  Ég er ekki að segja að við ættum ekki að virkja meira, heldur að nýta orkuna betur í innviði samfélagsins. Við höfum mörg tækifæri til að minnka olíuþörfina og nota innlenda orkjugjafa í staðinn og spara þannig dýrmætan gjaldeyri fyrir annað.

Stjóriðja ætti ekki að fá eingöngu aðgang að ódýrara rafmagni.  Það þarf að setja upp fleiri afsláttarverðskrár fyrir smærri iðnað líka eins og landbúnað, tölvuver, smærri verksmiðjur, samgöngutæki o.s.fr. 

Matvælaframleiðsla með notkun raforku í gróðurhúsum gæti séð Íslendingum fyrir mestöllu grænmeti allt árið um kring.  Þörf er á að t.d. gróðurhúsabændur fái aðgang að ódýrri raforku þannig að hægt sé að rækta grænmeti á samkeppnishæfu verði á við innfluttar vörur án þess að setja hér upp verndartolla. 

Mikill styrkur fellst í því fyrir þjóðina að geta boðið uppá ódýra innlenda orku og að vera sem minnst háð innflutri orku sem sveiflast í verði eftir pólitík og eftirspurn hvers tíma.


Verðbætur skapa skuldir

Verðbætur á lánum ætti að gera útlægar með lagabreytingu.  Alla vega hafa engar verðbætur á langtímalán.  Verðbætur stuðla að skuldasöfnun heimila þegar verðbólga er lág og aukinni lánsbyrði og jafnvel gjaldþroti þegar verðbólga er há. 

Verðbæturnar skapa þess vegna miklu öfgakenndari sveiflur á kaupgetu fólks yfir lengri tíma. 

Verðbætur gera það að verkum að Íslendingar eyða um efni fram þegar verðbólga er lág. Lánastofnair ýta ódýrum lánum að fólki á „lágum vöxtum“ því lántakinn tekur alla verðbólguáhættuna.  Fólk er bara þannig gert að það reiknar út greiðslugetu sína miðað við þá verðbólgu sem er þegar lánið er tekið. Svo einfalt er það.  Þegar verðbólga eykst (það gerist) þá eykst greiðslubyrðin og það harðnar í ári sem getur endað með gjaldþroti, eins og við sjáum núna.

Þetta viljum við ekki sjá gerast aftur. Burt með verðbætur og látum lánastofnanir lána okkur á „raun-vöxtum“, þar sem áhættustigið er inní lánatilboðum til neytenda. Vissulega verða vextir hærri fyrir vikið. 

Lánastofnanir eru miklu betur í stakk búnar heldur en almenningur til þess að leggja mat á greiðslugetu og verðbólguáhætta er tekin með í reikninginn.

Nýja Ísland

Ég ákvað að skrifa bara niður róttækar hugmyndir um aðgerðir til að sjá til þess að Íslendingum geti liðið vel í landinu sínu og verið stolltir af sjálfum sér og sínum?

Allt til alls

Á Íslandi er allt til alls. Við höfum mannauð, orku, land, fisk, samgöngur, tækni og sterkar undirstöður í samfélaginu í dag.  Lánum verður skuldbreytt og ríkisstjórnin finnur út úr því.  Við þurfum strax að hefjast handa við að byggja upp sjálfstraustið, verum áfram stolt þjóð og ánægð.  Málið er að sýna ennþá einusinni að íslensk þjóð er snögg að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. 

Núna strax þarf að koma fjármálum heimila og fyrirtækja í landinu í rekstrarvænt horf með lagabreytingu er varða skuldbreytingar lána.  Ríkisstjórnin er þegar að vinna í þessu en aðgerðir hennar og lausnaumræðan tekur ekki ennþá almennilega á skuldum heimila og smærri fyrirtækja í landinu. Þetta þolir enga bið því annars verður verður skjótt landflótti og atvinnuleysi, og slíkt má ekki gerast.

Húsnæðismál

Íbúðaverð mun hríðlækka á næstu mánuðum en afborganir lána og höfuðstóll munu hækka með gengisfellingu krónurnar og verðbólgu sem fer í hæðstu hæðir og enginn veit í raun hversu hátt.

Stór hluti heimila í landinu standa frammi fyrir að höfuðstóll lána fer langt umfram markaðsvirði eigna eða þá að ekki er greiðslugeta fyrir afborgunum lána.  Það gengur ekki að fólk sitji fast í slíku búi.   Eina leiðin fyrir fólk í þessari stöðu í dag er að lýsa yfir gjaldþroti og fara.  

Þegar eru mörg heimili farin í þrot og rétt handan við hornið er flóðbylgja af vanskilum og gjaldþrotum heimila.  Þetta ástand veldur miklum fólksflótta frá landinu svo viðbragða er þörf því annars missum við líka unga fólkið úr landinu í leit að beta lífi.  Það yrði mikill missir af þessu fólki því það tæki með sér atorkuna, skattféð og alla sína þekkingu sem samfélagið er búið að hlúa að undanfarin ár.

Nú þarf ríkisstjórnin að setja lög sem gerir heimilunum kleift að losna úr víti skuldadýpisins og skapa fólki svigrúm til þess að lifa mannsæmandi lífi.  Sýna þarf fram á að það verður áfram gott að búa á Íslandi. 

Ríkið þarf að taka yfir skuldir þessara heimila og fólk þarf á móti að láta eignina frá sér til ríkisins og leigja hana til baka.  Lagabreytingin er í sjálfu sér einföld og ætti að vera hægt að framkvæma hana skjótt og síðan getur fólk ákveðið sjálft hvort og hvenær það skilar eignum sínum inn og fái til baka forleigurétt á ásættanlegu leiguverði.  Nú er nægt húsnæði í boði svo leiguverð ætti að haldast lágt á markaði. 

Leigumarkaðurinn mun rísa og fólk í skuldasúpu getur byrjað upp á nýtt þó svo það sé búið að missa „eignina“ og leigi íbúð staðinn.  Ríkið mun síðan þurfa að gera upp lánin á eigninni eins og önnur lán sem samfélagið þarf að taka á sig frá bönkunum.

Þessi leið er einskonar gjaldþrot án þess að fara á svartan lista og leiðrétting á virði eigna getur gengið hratt yfir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband