Atvinnulífið

Atvinnustarfsemi í landinu þarf að koma til hjálpar með það að markmiði að sjá til þess að rekstrarvæn fyrirtæki hafi grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri. 

Hér þarf ríkið líka að koma til og bjarga þeim fyrirtækjum sem eru með rekstur sem „vit er í“. Meta þarf rekstur og skuldir hvers fyrirtækis fyrir sig áður en það fer í þrot og upplausn.  Ef vit er í rekstrinum þarf þarf að skuldbreytta lánum þannig að hann geti haldið áfram og eigendur haldið fyrirtækjunum sínum þó svo að þeir fái ekki neitt fyrir hlutabréfin eins og staðan er í dag. 

Þetta er flókið mál en leysanlegt með góðum mannskap. Sum fyrirtæki þurfa einfaldlega að fara í þrot því ekki er lengur grundvöllur fyrir rekstrinum.  Það þarf að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem eru að fara í þrot en eru með góðan rekstur þ.e.a.s. rekstur sem skapar atvinnu og tekjur fyrir þjóðarbúið með litlum hlutfallslegum tilkostnaði.  Þetta á bæði við um þjónustufyrirtæki og framleiðslufyrirtæki.

Það er fyrirséð að atvinnuleysi mun aukast en það er forgangsverkefni að byggja upp atvinnuskapandi rekstur og nýta hugarorku fólks.  Það eru til fleiri leiðir til að skapa atvinnu en byggja ríkisverksmiðjur og þessháttar eins og við höfðum reynslu af þegar gömlu bæjarútgerðirnar voru við lýði.  Það má skapa grundvöll fyrir ýmis sprotafyrirtæki og tryggja eignarétt einstaklinga til öflugra fyrirtækja sem spjara sig sjálf án þess að samfélgaið þurfi að fara í gríðarlegan stofnkostnað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband