29.1.2009 | 20:46
Snilldarbragð hjá Framsókn
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru Jóhanna og Steingrímur eina fólkið á þingi sem allir treysta til að takast á við spillt kerfi og hreinsa til. Allir aðrir hafa sérhagsmuna að gæta í núverandi kerfi. Eða hvað?
Þegar Framsókn tilkynnti að þeir vildu ekki vera með í ríkisstjórn varð ég fyrst fyrir vonbrigðum með nýju framsveit þeirra sem virtist vera vonarglæta í. En nú skil ég að þetta var snilldarbragð til að koma að mótun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms án þess að taka beinan þátt. Framsókn með sína fáu þingmenn ná með þessu að skipa ríkisstjórninni að koma á stjórnlagaþingi strax til að breyta stjórnarskránni. Svo fær Framsókn kredit fyrir allt saman þótt þeir taki ekki beinan þátt!
Þjóðin er ekki alveg tilbúin að treysta Framsókn strax aftur, þrátt fyrir nýja framsveit, því þeir voru jú fylgifiskur Sjálfstæðismanna í mörg herrans ár. Núna standa þeir á hliðarlínunni og koma svo sterkir inn í kosningaslaginn með stjórnarskrárbreytingar í rassvasanum og inní þarnæstu ríkisstjórn. Ég vona bara að gamla mafían í Framsókn sé útdauð en það er aldrei að vita nema þeir spretti upp aftur. En allavga verður búið að breyta stjórnskipan þá.
Það má búast við því að margir ósáttir Samfylkingarmenn muni kjósa Framsókn fyrir vikið.
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna lagði það nú til 1996 . Þá vildi Framsóknaflokkurinn það ekki . Jóhanna og Steingrímur eiga það nú sameiginlegt . Að bæði hafa tapað formannslag , Jóhanna fyrir Jóni Baldvin og Steingrímur fyrir Margreti Frímans . Og bæði stofnuðu svo sinn eigin flokk .
Vigfús Davíðsson, 29.1.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.